Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 19:22 Í umfjöllun TMZ er að finna miður fallegar lýsingar á framferði Minaj í garð starfsmanns síns. Hún segir þær þó ekki réttar. Jamie McCarthy/Getty Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“ Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira