„Þetta er bara forkastanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 20:31 Fannar og Bergrún, íbúar á Suðurlandi. Fréttastofa tók þau, og fleiri íbúa, tali á Hvolsvelli. Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Tveir læknar, sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU, sögðu neyðarástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í kvöldfréttum í gær. Þá sökuðu þeir stjórn HSU um að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar, sem sé meðal annars ástæða alvarlegs mönnunarvanda. Forstjóri HSU hafnar því reyndar, segir greiðslur á pari við það sem gengur og gerist í öðrum landshlutum, og segir stöðuna skárri en læknarnir halda fram. Íbúar sem fréttastofa ræddi við á Hvolsvelli eru þó upp til hópa uggandi. „Ég hef áhyggjur eins og bara allir, þetta er ömurleg staða. Fólk þarf ekki að fá nema astmakast eða eitthvað, þá er enginn læknir. Þetta er bara forkastanlegt. Við líðum ekki svona,“ segir Bergrún Gyða Óladóttir, íbúi á Hvolsvelli. Rætt er við hana og fleiri íbúa á Suðurlandi í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Verða að fá eitthvað út úr fundinum Forsvarsmenn sveitarfélaganna í Rangárþingi, þar sem læknalaust var um jólin, eru sammála. Staðan sé grafalvarleg og mál aldraðs manns á Hvolsvelli, sem ekki var hægt að úrskurða látinn á aðfangadag vegna læknaskortsins, sýni það svart á hvítu. „Það segir okkur að kannski hefur þetta verið tifandi tímasprengja sem við, sem stýrum sveitarfélögunum, höfum ekki áttað okkur á. En þetta er óþolandi staða,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti í Rangárþingi ytra. Sveitarfélögin geti þó beitt sér til að laða að lækna. „Við getum boðið húsnæði, við getum boðið leikskólapláss, við getum boðið fólk velkomið. Þannig að það stendur ekki á okkur,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Forsvarsmenn Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra funda með stjórnendum HSU strax eftir helgi. „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum fundi á mánudaginn. Ef við fáum ekki út úr þessu sem vit er í þá þarf að halda málinu áfram, fá fund með ráðherra,“ segir Eggert.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45