Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2025 14:21 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Einkasafn Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Læknarnir Oddur Þórir Þórarinsson og Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, sem störfuðu báðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, um árabil viðruðu þungar áhyggjur sínar af stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þeir gagnrýndu stjórn HSU fyrir að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar og bregðast illa við mönnunarvanda sem sé gegnumgangandi á svæðinu. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU vísar ýmsu í málflutningi læknanna á bug. „Almennt gengur okkur vel að manna stöðurnar okkar, þó svo að í einhverjum tilfellum reynist erfitt að manna læknastöður á minni heilsugæslustöðvum. Og það er náttúrulega gríðarlegt áhyggjuefni þegar það gerist. Mér finnst líka mikilvægt í þessari umræðu að fólk upplifi ekki óöryggi, það er afar mikilvægt að íbúar á Suðurlandi og aðrir skjólstæðingar sem til okkar leita geti treyst að öryggi þeirra sé tryggt,“ segir Díana. Greiðslurnar í samræmi við aðrar stofnanir Þá hafnar Díana fullyrðingum um að kjör hjá HSU séu lakari en annars staðar. „Greiðslurnar eru að okkar mati í samræmi við þá taxta sem ég sé frá öðrum stofnunum. Og við höfum alveg átt samtal ég og forstjórar annarra heilbrigðisstofnana. Við erum mjög meðvitð um þetta og þetta er bara mjög erfið staða. Ég get ekki séð að við séum að gera verr en aðrir,“ segir Díana. Mál aldraðs manns í Rangárþingi sem ekki var hægt að úrskurða látinn um jólin vegna læknaskorts hefur verið í brennidepli, og þótt ákveðin táknmynd vandans. Díana segir verið að vinna í að koma málum þar í betra horf. Er ekki óforsvaranlegt að ekki sé hægt að bregðast við svona tilviki? „Jú, það má klárlega segja það. Það er náttúrulega miður að úrskurður látins manns hafi þurft að bíða og að vottorðið hafi ekki fengist afgreitt strax með þeim hætti sem til er ætlast. Og mér þykir þetta miður. Það var líka um misskilning í þessu ferli að ræða og það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma að afgreiða málið.“ Funda eftir helgi Annar læknirinn orðaði þetta þannig í gær að hann óttaðist að Suðurlandið yrði eyðimörk í heilbrigðisþjónustu ef fram heldur sem horfir. Þú tekur ekki undir það? „Guð minn góður. Við erum náttúrulega stór stofnun eins og ég sagði, 850 starfsmenn, og við erum að mestu mjög vel mönnuð nema, þar sem áhyggjuefnin eru, á minni heilsugæslum á landsbyggðinni þar sem vantar lækna til að setjast að og vera.“ Díana segir þó ljóst að bregðast þurfi við mönnunarvandanum þar sem hann sé til staðar. Hún hafi rætt við heilbrigðisráðherra, fyrrverandi og núverandi, um aðgerðir til að laða að lækna. Þar megi nefna afslátt á námslánum eða skattaívilnanir. Þá mun HSU funda með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rángarþings eystra og ytra um stöðu mála eftir helgi. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kjaramál Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Læknarnir Oddur Þórir Þórarinsson og Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, sem störfuðu báðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, um árabil viðruðu þungar áhyggjur sínar af stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þeir gagnrýndu stjórn HSU fyrir að bjóða læknum lakari kjör en þekkist annars staðar og bregðast illa við mönnunarvanda sem sé gegnumgangandi á svæðinu. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU vísar ýmsu í málflutningi læknanna á bug. „Almennt gengur okkur vel að manna stöðurnar okkar, þó svo að í einhverjum tilfellum reynist erfitt að manna læknastöður á minni heilsugæslustöðvum. Og það er náttúrulega gríðarlegt áhyggjuefni þegar það gerist. Mér finnst líka mikilvægt í þessari umræðu að fólk upplifi ekki óöryggi, það er afar mikilvægt að íbúar á Suðurlandi og aðrir skjólstæðingar sem til okkar leita geti treyst að öryggi þeirra sé tryggt,“ segir Díana. Greiðslurnar í samræmi við aðrar stofnanir Þá hafnar Díana fullyrðingum um að kjör hjá HSU séu lakari en annars staðar. „Greiðslurnar eru að okkar mati í samræmi við þá taxta sem ég sé frá öðrum stofnunum. Og við höfum alveg átt samtal ég og forstjórar annarra heilbrigðisstofnana. Við erum mjög meðvitð um þetta og þetta er bara mjög erfið staða. Ég get ekki séð að við séum að gera verr en aðrir,“ segir Díana. Mál aldraðs manns í Rangárþingi sem ekki var hægt að úrskurða látinn um jólin vegna læknaskorts hefur verið í brennidepli, og þótt ákveðin táknmynd vandans. Díana segir verið að vinna í að koma málum þar í betra horf. Er ekki óforsvaranlegt að ekki sé hægt að bregðast við svona tilviki? „Jú, það má klárlega segja það. Það er náttúrulega miður að úrskurður látins manns hafi þurft að bíða og að vottorðið hafi ekki fengist afgreitt strax með þeim hætti sem til er ætlast. Og mér þykir þetta miður. Það var líka um misskilning í þessu ferli að ræða og það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma að afgreiða málið.“ Funda eftir helgi Annar læknirinn orðaði þetta þannig í gær að hann óttaðist að Suðurlandið yrði eyðimörk í heilbrigðisþjónustu ef fram heldur sem horfir. Þú tekur ekki undir það? „Guð minn góður. Við erum náttúrulega stór stofnun eins og ég sagði, 850 starfsmenn, og við erum að mestu mjög vel mönnuð nema, þar sem áhyggjuefnin eru, á minni heilsugæslum á landsbyggðinni þar sem vantar lækna til að setjast að og vera.“ Díana segir þó ljóst að bregðast þurfi við mönnunarvandanum þar sem hann sé til staðar. Hún hafi rætt við heilbrigðisráðherra, fyrrverandi og núverandi, um aðgerðir til að laða að lækna. Þar megi nefna afslátt á námslánum eða skattaívilnanir. Þá mun HSU funda með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rángarþings eystra og ytra um stöðu mála eftir helgi.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kjaramál Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45
„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00
Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04