Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2024 11:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022. Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira