Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2024 21:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við Esju, fyrstu Airbus-þotu Icelandair. Egill Aðalsteinsson Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við forstjórann Boga Nils Bogason og sýnt frá komu fyrstu Airbus-þotu Icelandair til Íslands þann 3. desember síðastliðinn. Icelandair stefnir að því að vera komið með fjórar Airbus-þotur fyrir næsta sumar og sjö fyrir þarnæsta sumar en þær munu leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þessar fyrstu sjö Airbus-þotur vera allar leiguþotur af gerðinni A321 LR. Icelandair hefur jafnframt gert samning um kaup og kauprétt á allt að 25 Airbus A321 XLR-þotum og verða þær fyrstu afhentar árið 2029. En þá vaknar sú spurning: Verður Boeing 767-breiðþotunum einnig skipt út? Ein af Boeing 767-breiðþotum Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð. Verður þeim skipt út fyrir Airbus-breiðþotur?Arnar Halldórsson Icelandair rekur núna þrjár slíkar farþegaþotur og eina fraktþotu. Boeing 767-breiðþotur henta vel í samrekstri með 757 þar sem flugmenn geta auðveldlega hoppað á milli tegundanna. Sama gildir hjá Airbus, eins og sást hjá Wow Air þegar það rak Airbus A330 breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum. Það virðist því vera rökrétt hjá Icelandair að skipta einnig yfir í Airbus-breiðþotur. WOW-air rak Airbus A330-breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson. Hluti af greiningarvinnu félagsins framundan verður þó að meta hvort áfram verði þörf á breiðþotum. „Við höfum tækifæri til þess að fara alveg yfir í Airbus-flota og það er ákveðinn einfaldleiki í því,“ segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, en segir það einnig góðan valkost að reka Boeing 737 MAX-þoturnar áfram. Ein af Boeing 737 MAX-þotum Icelandair. Félagið er núna með 21 MAX-þotu í flotanum,KMU „En við höfum líka tækifæri til þess að vera með MAX-vélarnar, sem hafa reynst okkur frábærlega og henta Icelandair mjög vel á austurströnd Bandaríkjanna og inn til Evrópu,“ segir Bogi ennfremur en nánar má heyra greiningu hans hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við forstjórann Boga Nils Bogason og sýnt frá komu fyrstu Airbus-þotu Icelandair til Íslands þann 3. desember síðastliðinn. Icelandair stefnir að því að vera komið með fjórar Airbus-þotur fyrir næsta sumar og sjö fyrir þarnæsta sumar en þær munu leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þessar fyrstu sjö Airbus-þotur vera allar leiguþotur af gerðinni A321 LR. Icelandair hefur jafnframt gert samning um kaup og kauprétt á allt að 25 Airbus A321 XLR-þotum og verða þær fyrstu afhentar árið 2029. En þá vaknar sú spurning: Verður Boeing 767-breiðþotunum einnig skipt út? Ein af Boeing 767-breiðþotum Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð. Verður þeim skipt út fyrir Airbus-breiðþotur?Arnar Halldórsson Icelandair rekur núna þrjár slíkar farþegaþotur og eina fraktþotu. Boeing 767-breiðþotur henta vel í samrekstri með 757 þar sem flugmenn geta auðveldlega hoppað á milli tegundanna. Sama gildir hjá Airbus, eins og sást hjá Wow Air þegar það rak Airbus A330 breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum. Það virðist því vera rökrétt hjá Icelandair að skipta einnig yfir í Airbus-breiðþotur. WOW-air rak Airbus A330-breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson. Hluti af greiningarvinnu félagsins framundan verður þó að meta hvort áfram verði þörf á breiðþotum. „Við höfum tækifæri til þess að fara alveg yfir í Airbus-flota og það er ákveðinn einfaldleiki í því,“ segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, en segir það einnig góðan valkost að reka Boeing 737 MAX-þoturnar áfram. Ein af Boeing 737 MAX-þotum Icelandair. Félagið er núna með 21 MAX-þotu í flotanum,KMU „En við höfum líka tækifæri til þess að vera með MAX-vélarnar, sem hafa reynst okkur frábærlega og henta Icelandair mjög vel á austurströnd Bandaríkjanna og inn til Evrópu,“ segir Bogi ennfremur en nánar má heyra greiningu hans hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07