Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2024 23:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku Airbus-þotunnar í Hamborg í dag. Egill Aðalsteinsson Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn: Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn:
Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24
Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37