Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2024 23:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku Airbus-þotunnar í Hamborg í dag. Egill Aðalsteinsson Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn: Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn:
Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Sjá meira
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24
Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37