Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. desember 2024 12:26 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Súðavíkurhlíð klukkan 12:15. Horft til suðurs. Vegagerðin Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“ Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“
Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira