Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 17:19 Slökkviliðsmenn í Úkraínu slást við elda í orkuvinnslu í Dnipropetrovsk héraði. AP Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. Um er að ræða þrettándu árás Rússa á orkuinnviði Úkraínu á árinu, samkvæmt stærsta orkufyrirtæki landsins DTEK. „Putín valdi jóladag sérstaklega til þess að gera þessa árás. Gæti eitthvað verið ómannúðlega?“ spurði Selenskí á X reikning sínum í dag. Every massive Russian strike requires time for preparation. It is never a spontaneous decision. It is a deliberate choice – not only of targets but also of timing and date.Today, Putin deliberately chose Christmas for an attack. What could be more inhumane? Over 70 missiles,… pic.twitter.com/GMD8rTomoX— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 25, 2024 Að minnsta kosti einn lést í árásinni í Dnipro héraði í Úkraínu. Þar urðu um 150 byggingar fyrir truflunum í húshitun. Þá voru um 500 þúsund manns án húshitunar í Kharkiv héraði. Minnst einn lést og þrír slösuðust í Rússlandi vegna dróna sem skotinn var niður fyrir ofan borgina Vladikavkaz. Talið er að sprengingin hafi átt sér stað fyrir utan verslunarmiðstöðina Alania. Skutu niður 59 Úkraínska dróna Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í morgun að 59 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir Rússlandi, það er í Belgorod, Voronezh, Kursk, Bryansk og Tambov héruðum. Ekki var minnst á slysið í Vladikavkaz í yfirlýsingunni. Fjórir voru drepnir í Úkraínskum sprengjuárásum í rússnesku borginni Lgov í Kursk héraði, samkvæmt Alexander Khinshtein héraðsstjóra. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Um er að ræða þrettándu árás Rússa á orkuinnviði Úkraínu á árinu, samkvæmt stærsta orkufyrirtæki landsins DTEK. „Putín valdi jóladag sérstaklega til þess að gera þessa árás. Gæti eitthvað verið ómannúðlega?“ spurði Selenskí á X reikning sínum í dag. Every massive Russian strike requires time for preparation. It is never a spontaneous decision. It is a deliberate choice – not only of targets but also of timing and date.Today, Putin deliberately chose Christmas for an attack. What could be more inhumane? Over 70 missiles,… pic.twitter.com/GMD8rTomoX— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 25, 2024 Að minnsta kosti einn lést í árásinni í Dnipro héraði í Úkraínu. Þar urðu um 150 byggingar fyrir truflunum í húshitun. Þá voru um 500 þúsund manns án húshitunar í Kharkiv héraði. Minnst einn lést og þrír slösuðust í Rússlandi vegna dróna sem skotinn var niður fyrir ofan borgina Vladikavkaz. Talið er að sprengingin hafi átt sér stað fyrir utan verslunarmiðstöðina Alania. Skutu niður 59 Úkraínska dróna Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í morgun að 59 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir Rússlandi, það er í Belgorod, Voronezh, Kursk, Bryansk og Tambov héruðum. Ekki var minnst á slysið í Vladikavkaz í yfirlýsingunni. Fjórir voru drepnir í Úkraínskum sprengjuárásum í rússnesku borginni Lgov í Kursk héraði, samkvæmt Alexander Khinshtein héraðsstjóra.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira