Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:42 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru báðir lokaðir. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði. Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði.
Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira