Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 13:02 Dagný ásamt sonum sínum, Andreas og Brynjari. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar. Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki