„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 15:30 Edda Björgvins og Anna Svava vita hvað skiptir máli þegar kemur að jólunum. Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“ Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“
Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira