„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Kristín Ólafsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:58 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er. Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er.
Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira