Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2024 00:10 Viðbúið er að það verði slæmt verðaveður um jólin, einkum á aðfangadagskvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. „Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar. Veður Jól Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
„Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar.
Veður Jól Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira