Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2024 00:10 Viðbúið er að það verði slæmt verðaveður um jólin, einkum á aðfangadagskvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. „Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar. Veður Jól Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
„Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar.
Veður Jól Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira