Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 23:31 Marta María Winkel, ritstjóri Smartlands, leggur til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fái sér stílista. Vísir/samsett Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið. Ein mest lesna fréttin á mbl.is í dag er grein Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands, þar sem rýnt er í klæðaburð nokkurra nýrra ráðherra sem tóku við embætti á Bessastöðum í gær. Þar á meðal kemur fram að kjóll Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sé frá tískumerkinu MSGM og kosti rúmar 140 þúsund krónur. „Það er augljóst að Kristrún er að fá hjálp með fataval því það hefur stórbatnað síðustu mánuði,” segir ennfremur í fréttinni. „Bomsur“ Ingu eigi ekki heima á Bessastöðum Þá er lagt til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fái sér stílista. „Þótt það sé napurt á Álftanesi eins og var í gær þá mega slíkar bomsur alls ekki sjást á tröppum Bessastaða. Fólk notar öklaskó við síðbuxur og helst við hversdagslegar athafnir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundnum spariskóm með nokkurra sentímetra háum hæl,“ segir meðal annars í fréttinni um klæðaburð og skóbúnað Ingu Sæland. Inga Sæland klæddist svörtu frá toppi til táar á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Greinar Smartlands hafa margar hverjar vakið athygli, ekki hvað síst þegar blaðamenn miðilsins grafa upp og greina frá verði og merki þeirra flíka sem frægir flagga á förnum vegi. Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Smartland fjallaði um skóbúnað Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í opinberri heimsókn þeirra hjóna til Danakonungs fyrr á árinu. Spyr hvort tilviljun ráði því að aðeins sé fjallað um klæðaburð kvenna? Ein þeirra sem gerir athugasemdir við skrif Smartlands í gær er aktívistinn og fyrrum frambjóðandi Pírata, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. „Auðvitað bara tilviljun að klæðaburður kvenna í nýrri ríkisstjórn er sérstaklega ræddur og hrósað/gagnrýndur í fréttum og þeim sagt að fá sér stílista. Hver man ekki eftir þessum fréttum um klæðaburð allra karlanna?” skrifar Ugla Stefanía á Facebook síðu sinni í dag. Facebook Virkir í athugasemdum og aðrir sem skrifin hafa farið fyrir brjóstið á láta ekki sitt eftir liggja í athugasemdum við Facebook-færslu Smartlands þar sem fréttinni er deilt. „Inga Sæland þarf hinsvegar að fjárfesta í nýjum skóm. Þessar öklaháu bomsur ganga ekki á Bessastöðum,” segir í færslunni sjálfri frá Smartlandi. „Mikið finnst mér þetta ósmekkleg frétt og verið að velta sér upp úr hvað fötin kosta hjà kvennfólki í ríkistjórn,” skrifar kona að nafni Katrín Hermannsdóttir meðal annars við fréttina. „Draga konur niður fyrir klæðnað! Hvurslags lágkúra er þetta og það af konu,“ segir í annarri athugasemd frá Hildi Hauksdóttur en fleiri dæmi má sjá í skjáskotum hér að neðan. Þótt ekki séu allir hrifnir fara vinsældir Smartlands ekki á milli mála ef marka má mest lesið lista dagsins á mbl.is þar sem umrædd frétt er mest lesin. Þess má geta að þótt klæðaburður þekktra kvenna sé jafnan í brennidepli hefur Smartland einnig fjallað um klæðaburð karlkyns ráðamanna, til að mynda um þrönga jakka Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook Tíska og hönnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Ein mest lesna fréttin á mbl.is í dag er grein Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands, þar sem rýnt er í klæðaburð nokkurra nýrra ráðherra sem tóku við embætti á Bessastöðum í gær. Þar á meðal kemur fram að kjóll Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sé frá tískumerkinu MSGM og kosti rúmar 140 þúsund krónur. „Það er augljóst að Kristrún er að fá hjálp með fataval því það hefur stórbatnað síðustu mánuði,” segir ennfremur í fréttinni. „Bomsur“ Ingu eigi ekki heima á Bessastöðum Þá er lagt til að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fái sér stílista. „Þótt það sé napurt á Álftanesi eins og var í gær þá mega slíkar bomsur alls ekki sjást á tröppum Bessastaða. Fólk notar öklaskó við síðbuxur og helst við hversdagslegar athafnir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundnum spariskóm með nokkurra sentímetra háum hæl,“ segir meðal annars í fréttinni um klæðaburð og skóbúnað Ingu Sæland. Inga Sæland klæddist svörtu frá toppi til táar á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Greinar Smartlands hafa margar hverjar vakið athygli, ekki hvað síst þegar blaðamenn miðilsins grafa upp og greina frá verði og merki þeirra flíka sem frægir flagga á förnum vegi. Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Smartland fjallaði um skóbúnað Björns Skúlasonar, eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í opinberri heimsókn þeirra hjóna til Danakonungs fyrr á árinu. Spyr hvort tilviljun ráði því að aðeins sé fjallað um klæðaburð kvenna? Ein þeirra sem gerir athugasemdir við skrif Smartlands í gær er aktívistinn og fyrrum frambjóðandi Pírata, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. „Auðvitað bara tilviljun að klæðaburður kvenna í nýrri ríkisstjórn er sérstaklega ræddur og hrósað/gagnrýndur í fréttum og þeim sagt að fá sér stílista. Hver man ekki eftir þessum fréttum um klæðaburð allra karlanna?” skrifar Ugla Stefanía á Facebook síðu sinni í dag. Facebook Virkir í athugasemdum og aðrir sem skrifin hafa farið fyrir brjóstið á láta ekki sitt eftir liggja í athugasemdum við Facebook-færslu Smartlands þar sem fréttinni er deilt. „Inga Sæland þarf hinsvegar að fjárfesta í nýjum skóm. Þessar öklaháu bomsur ganga ekki á Bessastöðum,” segir í færslunni sjálfri frá Smartlandi. „Mikið finnst mér þetta ósmekkleg frétt og verið að velta sér upp úr hvað fötin kosta hjà kvennfólki í ríkistjórn,” skrifar kona að nafni Katrín Hermannsdóttir meðal annars við fréttina. „Draga konur niður fyrir klæðnað! Hvurslags lágkúra er þetta og það af konu,“ segir í annarri athugasemd frá Hildi Hauksdóttur en fleiri dæmi má sjá í skjáskotum hér að neðan. Þótt ekki séu allir hrifnir fara vinsældir Smartlands ekki á milli mála ef marka má mest lesið lista dagsins á mbl.is þar sem umrædd frétt er mest lesin. Þess má geta að þótt klæðaburður þekktra kvenna sé jafnan í brennidepli hefur Smartland einnig fjallað um klæðaburð karlkyns ráðamanna, til að mynda um þrönga jakka Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook Skjáskot/Facebook
Tíska og hönnun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira