Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2024 06:29 Kristún Frostadóttir tók sæti á þingi árið 2021 og hefur verið formaður Samfylkingarinnar frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sögð verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Þar segir ennfremur að í nýrri stjórn muni Samfylking og Viðreisn skipa fjögur ráðherraembætti hvor og Flokkur fólksins þrjú. Tólf ráðherrar sátu upphaflega í fráfarandi ríkisstjórn svo samkvæmt því myndi ráðherrum fækka um einn. Fram kom í máli formanna flokkanna – Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland – í gær að nýr stjórnarsáttmáli yrði kynntur um helgina. Kristrún sagði á blaðamannafundinum í gær að fundað hafi verið stíft í vikunni og séu flokkarnir komnir á þann stað að þeir séu búnir að ná saman. „Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún. Sjá má fréttamannafundinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði sömuleiðis að skipting ráðuneyta hefði verið rædd. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar 3. desember síðastliðinn eftir að hafa fundað með fulltrúum þeirra sex flokka sem náðu flokkum inn á þing. Hófust í kjölfarið viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem hafa staðið síðan. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. 19. desember 2024 17:50 Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19. desember 2024 09:42 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Þar segir ennfremur að í nýrri stjórn muni Samfylking og Viðreisn skipa fjögur ráðherraembætti hvor og Flokkur fólksins þrjú. Tólf ráðherrar sátu upphaflega í fráfarandi ríkisstjórn svo samkvæmt því myndi ráðherrum fækka um einn. Fram kom í máli formanna flokkanna – Kristrúnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland – í gær að nýr stjórnarsáttmáli yrði kynntur um helgina. Kristrún sagði á blaðamannafundinum í gær að fundað hafi verið stíft í vikunni og séu flokkarnir komnir á þann stað að þeir séu búnir að ná saman. „Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún. Sjá má fréttamannafundinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði sömuleiðis að skipting ráðuneyta hefði verið rædd. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar 3. desember síðastliðinn eftir að hafa fundað með fulltrúum þeirra sex flokka sem náðu flokkum inn á þing. Hófust í kjölfarið viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem hafa staðið síðan.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. 19. desember 2024 17:50 Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19. desember 2024 09:42 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. 19. desember 2024 17:50
Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. 19. desember 2024 09:42