Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 12:47 Víkingar eiga sér rosa góðan draum um að komast áfram í Sambandsdeild Evrópu. Þeir gætu þá mögulega mætt liði á borð við Real Betis í umspilsleikjum í febrúar, um sæti í 16-liða úrslitum. Vísir/Ernir Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar. Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka.
Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira