156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 07:01 Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Telma Ívarsdóttir fagna sigri íslensku stelpnanna í leik á móti Serbíu í ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á sitt fimmta Evrópumót í röð næsta sumar en það verður mikill munur á einu frá Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan. Íslensku stelpurnar hefðu getað lent í mun erfiðari riðli en það verður samt krefjandi fyrir okkar konur að mæta Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í Sviss í júlí 2025. Komist íslenska landsliðið áfram í útsláttarkeppnina þá eru miklu meiri peningar í boði en á síðasta Evrópumóti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að sambandið hafi hækkað verðlaunaféð á mótinu um 156 prósent. 41 milljón evra deilist nú út sem verðlaunafé á mótinu næsta sumar en sú upphæð var aðeins sextán milljónir evra á EM 2021. Fer úr 2,3 milljörðum íslenskra króna í næstum því sex milljarða króna. Verðlaunaféð var síðan aðeins átta milljónir evra á EM 2017 og hefur því næstum því fimmfaldast á aðeins átta árum. Þetta er vissulega jákvæð þróun en þessi upphæð er þó enn bara smámunir í samanburði við karlana sem skipta á milli sín þrjú hundruð milljónum evra. Meiri áhugi og frekari vinsældir kvennafótboltans þýða bara eitt og verðlaunaféð mun með sama áframhaldi halda áfram að taka stökk í næstu keppnum. Þetta boðar einnig gott fyrir reksturinn hér heima. Það er þegar ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fær að minnsta kosti 1,8 milljónir evra, 262 milljónir króna fyrir að komast inn á Evrópumótið í Sviss. Stelpurnar geta síðan hækkað þá upphæð með góðum árangri og með því að komast í átta liða úrslitin. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar hefðu getað lent í mun erfiðari riðli en það verður samt krefjandi fyrir okkar konur að mæta Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í Sviss í júlí 2025. Komist íslenska landsliðið áfram í útsláttarkeppnina þá eru miklu meiri peningar í boði en á síðasta Evrópumóti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að sambandið hafi hækkað verðlaunaféð á mótinu um 156 prósent. 41 milljón evra deilist nú út sem verðlaunafé á mótinu næsta sumar en sú upphæð var aðeins sextán milljónir evra á EM 2021. Fer úr 2,3 milljörðum íslenskra króna í næstum því sex milljarða króna. Verðlaunaféð var síðan aðeins átta milljónir evra á EM 2017 og hefur því næstum því fimmfaldast á aðeins átta árum. Þetta er vissulega jákvæð þróun en þessi upphæð er þó enn bara smámunir í samanburði við karlana sem skipta á milli sín þrjú hundruð milljónum evra. Meiri áhugi og frekari vinsældir kvennafótboltans þýða bara eitt og verðlaunaféð mun með sama áframhaldi halda áfram að taka stökk í næstu keppnum. Þetta boðar einnig gott fyrir reksturinn hér heima. Það er þegar ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fær að minnsta kosti 1,8 milljónir evra, 262 milljónir króna fyrir að komast inn á Evrópumótið í Sviss. Stelpurnar geta síðan hækkað þá upphæð með góðum árangri og með því að komast í átta liða úrslitin. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira