Fréttastofa BBC greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York-borg, 4. desember, þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Mangione er gefið að sök að hafa skotið hann til bana og flúið vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð.
Mangione fannst loks á McDonal's stað í Altoona í Pennsylvaníu-ríki um fimm dögum síðar þar sem hann var handtekinn og færður í skýrslutöku. Alvin Bragg, hérðassakstóknari á Manhattan-eyju í New York segir að einn ákæruliðurinn felli morðið undir hryðjuverk.
Bragg sagði morðið vera ógnvænlegt, þaulskipulagt og markvíst. Mangione verður dreginn fyrir dóm á fimmtudaginn. Þar verður rætt hvort hann verði færður í fangelsi í New York. Þegar Mangione var handtekinn var hann með skotvopn og fölskuð skilríki í fórum sínum.
Lögmaður Mangione, Thomas Dickey, segist ekki hafa séð neinar vísbendingar sem bendli skotvopn umbjóðanda síns við málið. Dickey segist ætla mótmæla harðlega áformum um að Mangione verði færður.