Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 09:46 Teiknuð mynd af Alexander Smirnov í dómsal. AP/William T. Robles Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega. Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira