Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 08:31 Blinken á fundi utanríkisráðherranna í Jórdaníu í gær. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd. Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd.
Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48