Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 20:46 Sögulega margir leituðu á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa í síðustu viku. Vísir Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira