„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 07:26 Arnar Gunnlaugsson og tíu mánaða dóttir hans mættu saman í viðtal fyrir leik Víkings við Djurgården. Stöð 2 Sport Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02