Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. desember 2024 19:08 Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi. Vísir/Bjarni Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi. Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira