Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. desember 2024 19:08 Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi. Vísir/Bjarni Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi. Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira