Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 15:26 Sólveig Anna segir Virðingu svikamyllu og gervistéttarfélag. Samiðn segir félagið svo kallað „gult stéttarfélag“. Slík félög séu stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. „Það sem við erum að gera er að senda erindi á veitingahús. Miðla upplýsingum til félagsfólks og annarra um að láta ekki gabba sig til að ganga í þetta svo kallaða stéttarfélag Virðingu. Jafnframt erum við að skoða fjölmargar aðrar leiðir til að stoppa þessa aðför að réttindum vinnandi fólks sem þarna hefur verið hrint í framkvæmd,“ segir Sólveig Anna. Fimmtungur hafi sagt sig úr SVEIT Efling tilkynnti í gær um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir að tilkynning Eflingar um aðgerðir. SVEIT tilkynnti svo síðdegis að samtökin ætluðu að endurskoða kjarasamning sinn við Virðingu eftir harða gagnrýni. Samtökin vonuðust til að Efling léti af aðgerðum sínum á meðan. Efling hefur harðlega gagnrýnt kjarasamning SVEIT og Virðingar. Virðing væri gervistéttarfélag og svikamylla og kjörin lakari en hj´a öðrum stéttarfélögum. Gengið væri á kjör launafólks í samningnum. Auk þess væri gengið gegn grundvallarreglum á vinnumarkað um að atvinnurekendur stofni ekki sjálfir stéttarfélög og krefji starfsmenn sína til að ganga í þau. BSRB, BHM, Samiðn og fleiri félög hafa tekið undir gagnrýni Eflingar. Í tilkynningu SVEIT í dag kemur fram að samtökin hafi reynt að semja við Eflingu en Efling hafi hafnað því. Sólveig Anna segir þetta ekki rétt. Efling hafi viljað semja við SVEIT en myndi aldrei gera samning sem væri með lakari kjörum en þeir samningar sem þegar hefðu verið gerðir. Þar hafi samningaviðræðunum lokið. Hafna því að lögbrot hafi átt sér stað Stjórn Virðingar stéttarfélags hafnar því alfarið í yfirlýsingu að félagið sé að fremja lögbrot. Félagsmenn Virðingar eigi rétt á að stofna eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. „Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Sá kjarasamningur sem félagið gerði við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði lítur að störfum í veitingahúsum. Hann tekur mið af þeim vinnutíma og því starfsumhverfi sem þar ríkir. Kjarasamningur Eflingar er um kjör verkamanna, bifreiðastjóra, ræstingarfólks, ófaglærðs fólks á dagheimilum, iðnverkafólks, starfsfólks í kjötvinnslum, dekkjaverkstæðum, járn- og vélaverkstæðum og svo mætti lengi telja. Þannig er hann ekki sniðin að því starfsumhverfi sem ríkir á veitingastöðum,“ segir í yfirlýsingu Virðingar. Efling hafi ekki einkarétt á að semja Það ekki koma formanni eða stjórn Eflingar ekki við að starfsfólk hafi viljað stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Efling hafi ekki einkarétt á að semja fyrir þeirra hönd. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í tilkynningunni. Þegar stofnaður verði sjúkrasjóður í nafni Virðingar muni eitt prósent aukaframlag sem vinnuveitendur greiði nú til Virðingar renna í þann sjóð. Þangað til verði framlagið nýtt til að koma styrkum stoðum undir félagið. Muni laga misfellur í samningi „Aðrar misfellur sem bent hefur verið á verða lagfærðar eins og röng tilvitnun í fæðingarorlofslög. Þá er samkomulag milli Virðingar og vinnuveitenda þess efnis að lagfæra nokkur atriði sem betur mega fara,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Virðingar frábiðji að vera bendluð við lögbrot. Félagsmenn Virðingar hafi og eigi rétt á að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. Yfirlýsingin er ekki undirrituð en á heimasíðu félagsins kemur fram að formaður félagsins sé Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson og meðstjórnendur Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Valdimar Leó Friðriksson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri en að hann taki ekki til starfa fyrr en í janúar á næsta ári. Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Það sem við erum að gera er að senda erindi á veitingahús. Miðla upplýsingum til félagsfólks og annarra um að láta ekki gabba sig til að ganga í þetta svo kallaða stéttarfélag Virðingu. Jafnframt erum við að skoða fjölmargar aðrar leiðir til að stoppa þessa aðför að réttindum vinnandi fólks sem þarna hefur verið hrint í framkvæmd,“ segir Sólveig Anna. Fimmtungur hafi sagt sig úr SVEIT Efling tilkynnti í gær um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir að tilkynning Eflingar um aðgerðir. SVEIT tilkynnti svo síðdegis að samtökin ætluðu að endurskoða kjarasamning sinn við Virðingu eftir harða gagnrýni. Samtökin vonuðust til að Efling léti af aðgerðum sínum á meðan. Efling hefur harðlega gagnrýnt kjarasamning SVEIT og Virðingar. Virðing væri gervistéttarfélag og svikamylla og kjörin lakari en hj´a öðrum stéttarfélögum. Gengið væri á kjör launafólks í samningnum. Auk þess væri gengið gegn grundvallarreglum á vinnumarkað um að atvinnurekendur stofni ekki sjálfir stéttarfélög og krefji starfsmenn sína til að ganga í þau. BSRB, BHM, Samiðn og fleiri félög hafa tekið undir gagnrýni Eflingar. Í tilkynningu SVEIT í dag kemur fram að samtökin hafi reynt að semja við Eflingu en Efling hafi hafnað því. Sólveig Anna segir þetta ekki rétt. Efling hafi viljað semja við SVEIT en myndi aldrei gera samning sem væri með lakari kjörum en þeir samningar sem þegar hefðu verið gerðir. Þar hafi samningaviðræðunum lokið. Hafna því að lögbrot hafi átt sér stað Stjórn Virðingar stéttarfélags hafnar því alfarið í yfirlýsingu að félagið sé að fremja lögbrot. Félagsmenn Virðingar eigi rétt á að stofna eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. „Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Sá kjarasamningur sem félagið gerði við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði lítur að störfum í veitingahúsum. Hann tekur mið af þeim vinnutíma og því starfsumhverfi sem þar ríkir. Kjarasamningur Eflingar er um kjör verkamanna, bifreiðastjóra, ræstingarfólks, ófaglærðs fólks á dagheimilum, iðnverkafólks, starfsfólks í kjötvinnslum, dekkjaverkstæðum, járn- og vélaverkstæðum og svo mætti lengi telja. Þannig er hann ekki sniðin að því starfsumhverfi sem ríkir á veitingastöðum,“ segir í yfirlýsingu Virðingar. Efling hafi ekki einkarétt á að semja Það ekki koma formanni eða stjórn Eflingar ekki við að starfsfólk hafi viljað stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Efling hafi ekki einkarétt á að semja fyrir þeirra hönd. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í tilkynningunni. Þegar stofnaður verði sjúkrasjóður í nafni Virðingar muni eitt prósent aukaframlag sem vinnuveitendur greiði nú til Virðingar renna í þann sjóð. Þangað til verði framlagið nýtt til að koma styrkum stoðum undir félagið. Muni laga misfellur í samningi „Aðrar misfellur sem bent hefur verið á verða lagfærðar eins og röng tilvitnun í fæðingarorlofslög. Þá er samkomulag milli Virðingar og vinnuveitenda þess efnis að lagfæra nokkur atriði sem betur mega fara,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Virðingar frábiðji að vera bendluð við lögbrot. Félagsmenn Virðingar hafi og eigi rétt á að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. Yfirlýsingin er ekki undirrituð en á heimasíðu félagsins kemur fram að formaður félagsins sé Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson og meðstjórnendur Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Valdimar Leó Friðriksson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri en að hann taki ekki til starfa fyrr en í janúar á næsta ári.
Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19