Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 17:04 Benóný Breki Andrésson sést hér í bláum búningi Stockport County. Stockport County Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóny Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Þetta staðfestir enska félagið í tilkynningu. Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024 Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira