„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2024 12:32 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segist skilja vel óánægju íbúa í Laugarneshverfi. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32