Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:32 Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun