Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 07:05 Maður heldur á tveimur blóðugum snörum sem fundust í Saydnaya-herfangelsinu. Fangelsið hefur verið kallað „sláturhúsið“. AP/Hussein Malla Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi. Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi.
Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira