Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2024 23:31 Thiago Silva er mjög trúaður og það sáu menn þegar hann spilaði í Evrópu. Hann þakkaði guði fyrir úrslit helgarinnar og gerði það á mjög sérstakan hátt. Getty/Richard Ducker Brasilíski knattspyrnumaðurinn Thiago Silva er kominn heim til Brasilíu eftir fimmtán ár í Evrópu og hann hjálpaði liði sinu að halda sæti sínu í brasilísku deildinni um helgina. Hinn fertugi Silva og félagar hans í Fluminense náðu þá að vinna Palmeiras 1-0 í lokaleik tímabilsins. Þau úrslit nægðu liðinu til að fá að spila áfram í deildinni á næsta ári. Það hefur þó vaktið athygli hvað fyrrum Chelsea maðurinn tók upp á að gera eftir leikinn. Thiago Silva gekk þá á hnjánum yfir allan völlinn. Fluminense sýndi myndband með kappanum á miðlum sínum. Hann var með þessu að þakka guði sínum fyrir úrslitin og þá staðreynd að liðið hélt sér í deildinni. Fleiri brasilískir knattspyrnumenn hafa gert þetta þar á meðal Raphinha eftir að hann vann spænska meistaratitilinn með Barcelona. Silva talaði um það árið 2020 að hann dreymdi um að klára ferilinn með Fluminense. Hann var þá hjá PSG en átti síðan eftir að spila nokkur ár með Chelsea. Í viðtali við Globo eftir leikinn þá var Silva mjög tilfinningasamur. „Þetta hafa verið erfiðir sex mánuðir. Með þessum sigri þá erum við lausir við mikil þyngsli af okkar herðum. Ég sagði eftir leikinn á móti Cuiaba að við þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa,“ sagði Thiago Silva. „Hræðsla er hluti af okkar lífi en hugrekki okkar var sterkara en óttinn. Við verðum að þakka guði fyrir það af því að þetta var mjög flókið ár, sex erfiðir mánuðir. Nú skil ég betur vegferðina og af hverju ég þurfti að koma hingað. Það var mitt val og ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert hingað til,“ sagði Silva. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Brasilía Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Hinn fertugi Silva og félagar hans í Fluminense náðu þá að vinna Palmeiras 1-0 í lokaleik tímabilsins. Þau úrslit nægðu liðinu til að fá að spila áfram í deildinni á næsta ári. Það hefur þó vaktið athygli hvað fyrrum Chelsea maðurinn tók upp á að gera eftir leikinn. Thiago Silva gekk þá á hnjánum yfir allan völlinn. Fluminense sýndi myndband með kappanum á miðlum sínum. Hann var með þessu að þakka guði sínum fyrir úrslitin og þá staðreynd að liðið hélt sér í deildinni. Fleiri brasilískir knattspyrnumenn hafa gert þetta þar á meðal Raphinha eftir að hann vann spænska meistaratitilinn með Barcelona. Silva talaði um það árið 2020 að hann dreymdi um að klára ferilinn með Fluminense. Hann var þá hjá PSG en átti síðan eftir að spila nokkur ár með Chelsea. Í viðtali við Globo eftir leikinn þá var Silva mjög tilfinningasamur. „Þetta hafa verið erfiðir sex mánuðir. Með þessum sigri þá erum við lausir við mikil þyngsli af okkar herðum. Ég sagði eftir leikinn á móti Cuiaba að við þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa,“ sagði Thiago Silva. „Hræðsla er hluti af okkar lífi en hugrekki okkar var sterkara en óttinn. Við verðum að þakka guði fyrir það af því að þetta var mjög flókið ár, sex erfiðir mánuðir. Nú skil ég betur vegferðina og af hverju ég þurfti að koma hingað. Það var mitt val og ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert hingað til,“ sagði Silva. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Brasilía Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira