Heidelberg hvergi af baki dottið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 19:29 Þorsteinn Víglundsson er forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteinn ehf., en í hjáverkum talsmaður Heidelberg Materials. Síðarnefnda fyrirtækið á 53 prósent hlut í Hornsteini. Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“. Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“.
Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00