Heidelberg hvergi af baki dottið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 19:29 Þorsteinn Víglundsson er forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteinn ehf., en í hjáverkum talsmaður Heidelberg Materials. Síðarnefnda fyrirtækið á 53 prósent hlut í Hornsteini. Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“. Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“.
Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00