Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 08:03 Daníel Tristan Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir síðustu helgi og setti þrennu. malmö Eftir að hafa skorað þrennu í bikarleik í vikunni hefur Daníel Tristan Guðjohnsen framlengt samning sinn við sænska félagið Malmö. Samningurinn gildir nú til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2028. Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö. Sænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö.
Sænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira