Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 20:03 Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir best ef fulltrúi frá borginni gæti skoðað aðstæður í götunni enda trúi hann því ekki að málið snúi um viljaleysi. vísir Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei séð annan eins fjölda hálkuslysa á skömmum tíma, en flughált er víða. Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir farir sínar ekki sléttar af hálkuvörnum borgarinnar. Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“ Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“
Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira