Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 20:03 Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir best ef fulltrúi frá borginni gæti skoðað aðstæður í götunni enda trúi hann því ekki að málið snúi um viljaleysi. vísir Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei séð annan eins fjölda hálkuslysa á skömmum tíma, en flughált er víða. Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir farir sínar ekki sléttar af hálkuvörnum borgarinnar. Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“ Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“
Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira