Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 09:44 Þær Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótir funda í dag og halda áfram viðræðum um mögulega myndun ríkisstjórnar sinna flokka. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. „Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira