Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 18:54 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og nýkjörinn þingmaður. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Sjá meira
Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Sjá meira