„Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 11:04 Dagur B. Eggertsson hefur verið í meirihluta í borginni, en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í minnihluta. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, líka nýkjörinn þingmaður og fráfarandi borgarfulltrúi, hafa lengst af verið í sitt hvoru liðinu. Dagur hefur verið í meirihluta í borginni en Kolbrún í minnihluta. Nú eru flokkar þeirra, Samfylking og Flokkur fólksins, hins vegar í stjórnarmyndunarviðræðum. Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“ Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“
Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira