„Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 11:04 Dagur B. Eggertsson hefur verið í meirihluta í borginni, en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í minnihluta. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, líka nýkjörinn þingmaður og fráfarandi borgarfulltrúi, hafa lengst af verið í sitt hvoru liðinu. Dagur hefur verið í meirihluta í borginni en Kolbrún í minnihluta. Nú eru flokkar þeirra, Samfylking og Flokkur fólksins, hins vegar í stjórnarmyndunarviðræðum. Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“ Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“
Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira