Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. desember 2024 17:17 Jakob Frímann Magnússon, Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru allir með yfir 200 útstrikanir. Dagur var hins vegar í algjörri sérdeild. Vísir Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Líkt og áður hefur verið greint frá féll Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, niður um sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Hann var strikaður út 1.453 sinnum, og færðist úr öðru sæti í það þriðja. Það kemur þó ekki að sök fyrir Dag því maðurinn sem færðist upp fyrir hann á lista, Þórður Snær Júlíusson, hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi hlyti hann kjör. Dagur situr því fastast í öðru sætinu þrátt fyrir allt. Fyrrverandi borgarstjórar toppa sín kjördæmi Dagur var eini frambjóðandinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem hlaut fleiri en þúsund útstrikanir, og nokkuð langt á undan næsta manni. Hann var þar að auki eini frambjóðandinn í Reykjavík sem færðist niður um sæti vegna útstrikana. Þórður Snær, sem líkt og áður sagði ætlar ekki að taka sæti á þingi, var strikaður út 295 sinnum. Þriðji mest útstrikaði frambjóðandinn kemur einnig úr Reykjavíkurkjördæmi norður, en þó úr öðrum flokki. Það er Jakob Frímann Magnússon, sem var í öðru sæti hjá Miðflokknum, hlaut 262 útstrikanir. Hann komst ekki inn á þing. Jón Gnarr, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri, var sá frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður sem fékk flestar útstrikanir, eða 225 talsins. Því eru útstrikunartopparnir í Reykjavíkurkjördæmunum báðir fyrrverandi borgarstjórar, og voru raunar samherjar í borgarstjórnarmeirihluta árin 2010 til 2014. Guðlaugur útstrikaðasti oddvitinn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, var strikaður út 209 sinnum af sínum kjósendum, og er því sá oddviti í borginni sem oftast var strikaður út. Samráðherra hans og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var strikuð út æði sjaldnar, eða 89 sinnum. Einn frambjóðandi er þó á milli Áslaugar og Guðlaugs á listanum. Það er Pawel Bartoszek, sem var í öðru sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Íbúar á Norðurlandi vestra ekki útstrikunarglaðir Norðvesturland er með fæsta þingmenn, einungis sjö talsins. Fimm flokkar fengu einn mann inn en Flokkur fólksins fékk tvo. Einn af þremur jöfnunarþingmönnum þeirra, Lilja Rafney Magnúsdóttir, er þar. Íbúar þar voru ekki mikið að strika út. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var efstur með 61 útstrikun. Þar á eftir kom Lilja Rafney með 23. Hér fyrir neðan má sjá lista með útstrikunum efstu frambjóðanda í þessum þremur kjördæmum. Reykjavík norður: Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson - 14 Pawel Bartoszek - 110 Grímur Grímsson - 31 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðlaugur Þór Þórðarson - 209 Diljá Mist Einarsdóttir - 57 Brynjar Níelsson - 64 Flokkur fólksins: Ragnar Þór Ingólfsson - 12 Miðflokkurinn: Sigríður Ásthildur Andersen - 41 Jakob Frímann Magnússon - 262 Samfylkingin: Kristrún Frostadóttir - 49 Dagur B. Eggertsson - 1.453 Þórður Snær Júlíusson - 295 Dagbjört Hákonardóttir - 31 Sigmundur Ernir Rúnarsson - 59 Reykjavík suður: Viðreisn: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - 30 Jón Gnarr - 225 Aðalsteinn Leifsson - 17 Diljá Ámundadóttir Zoëga - 15 Sjálfstæðisflokkurinn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 89 Hildur Sverrisdóttir - 40 Jón Pétur Zimsen - 12 Sigurður Örn Hilmarsson - 6 Tómas Þór Þórðarson - 11 Birna Bragadóttir - 7 Flokkur fólksins: Inga Sæland - 4 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - 13 Rúnar Sigurjónsson - 2 Helga Þórðardóttir - 1 Miðflokkurinn: Snorri Másson - 33 Þorsteinn Sæmundsson - 17 Fjóla Hrund Björnsdóttir - 8 Samfylkingin: Jóhann Páll Jóhannsson - 35 Ragna Sigurðardóttir - 3 Kristján Þórður Snæbjarnarson - 17 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir - 1 Vilborg Kristín Oddsdóttir - 2 Birgir Þórarinsson - 4 Norðvesturkjördæmi: Framsóknarflokkurinn: Stefán Vagn Stefánsson - 61 Viðreisn: María Rut Kristinsdóttir - 1 Sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur Adolfsson - 9 Flokkur fólksins: Eyjólfur Ármannsson - 2 Lilja Rafney Magnúsdóttir - 23 Miðflokkurinn: Ingibjörg Davíðsdóttir - 4 Samfylkingin: Arna Lára Jónsdóttir - 11 Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Líkt og áður hefur verið greint frá féll Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, niður um sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Hann var strikaður út 1.453 sinnum, og færðist úr öðru sæti í það þriðja. Það kemur þó ekki að sök fyrir Dag því maðurinn sem færðist upp fyrir hann á lista, Þórður Snær Júlíusson, hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi hlyti hann kjör. Dagur situr því fastast í öðru sætinu þrátt fyrir allt. Fyrrverandi borgarstjórar toppa sín kjördæmi Dagur var eini frambjóðandinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem hlaut fleiri en þúsund útstrikanir, og nokkuð langt á undan næsta manni. Hann var þar að auki eini frambjóðandinn í Reykjavík sem færðist niður um sæti vegna útstrikana. Þórður Snær, sem líkt og áður sagði ætlar ekki að taka sæti á þingi, var strikaður út 295 sinnum. Þriðji mest útstrikaði frambjóðandinn kemur einnig úr Reykjavíkurkjördæmi norður, en þó úr öðrum flokki. Það er Jakob Frímann Magnússon, sem var í öðru sæti hjá Miðflokknum, hlaut 262 útstrikanir. Hann komst ekki inn á þing. Jón Gnarr, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri, var sá frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður sem fékk flestar útstrikanir, eða 225 talsins. Því eru útstrikunartopparnir í Reykjavíkurkjördæmunum báðir fyrrverandi borgarstjórar, og voru raunar samherjar í borgarstjórnarmeirihluta árin 2010 til 2014. Guðlaugur útstrikaðasti oddvitinn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, var strikaður út 209 sinnum af sínum kjósendum, og er því sá oddviti í borginni sem oftast var strikaður út. Samráðherra hans og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var strikuð út æði sjaldnar, eða 89 sinnum. Einn frambjóðandi er þó á milli Áslaugar og Guðlaugs á listanum. Það er Pawel Bartoszek, sem var í öðru sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Íbúar á Norðurlandi vestra ekki útstrikunarglaðir Norðvesturland er með fæsta þingmenn, einungis sjö talsins. Fimm flokkar fengu einn mann inn en Flokkur fólksins fékk tvo. Einn af þremur jöfnunarþingmönnum þeirra, Lilja Rafney Magnúsdóttir, er þar. Íbúar þar voru ekki mikið að strika út. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var efstur með 61 útstrikun. Þar á eftir kom Lilja Rafney með 23. Hér fyrir neðan má sjá lista með útstrikunum efstu frambjóðanda í þessum þremur kjördæmum. Reykjavík norður: Viðreisn: Hanna Katrín Friðriksson - 14 Pawel Bartoszek - 110 Grímur Grímsson - 31 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðlaugur Þór Þórðarson - 209 Diljá Mist Einarsdóttir - 57 Brynjar Níelsson - 64 Flokkur fólksins: Ragnar Þór Ingólfsson - 12 Miðflokkurinn: Sigríður Ásthildur Andersen - 41 Jakob Frímann Magnússon - 262 Samfylkingin: Kristrún Frostadóttir - 49 Dagur B. Eggertsson - 1.453 Þórður Snær Júlíusson - 295 Dagbjört Hákonardóttir - 31 Sigmundur Ernir Rúnarsson - 59 Reykjavík suður: Viðreisn: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - 30 Jón Gnarr - 225 Aðalsteinn Leifsson - 17 Diljá Ámundadóttir Zoëga - 15 Sjálfstæðisflokkurinn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 89 Hildur Sverrisdóttir - 40 Jón Pétur Zimsen - 12 Sigurður Örn Hilmarsson - 6 Tómas Þór Þórðarson - 11 Birna Bragadóttir - 7 Flokkur fólksins: Inga Sæland - 4 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir - 13 Rúnar Sigurjónsson - 2 Helga Þórðardóttir - 1 Miðflokkurinn: Snorri Másson - 33 Þorsteinn Sæmundsson - 17 Fjóla Hrund Björnsdóttir - 8 Samfylkingin: Jóhann Páll Jóhannsson - 35 Ragna Sigurðardóttir - 3 Kristján Þórður Snæbjarnarson - 17 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir - 1 Vilborg Kristín Oddsdóttir - 2 Birgir Þórarinsson - 4 Norðvesturkjördæmi: Framsóknarflokkurinn: Stefán Vagn Stefánsson - 61 Viðreisn: María Rut Kristinsdóttir - 1 Sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur Adolfsson - 9 Flokkur fólksins: Eyjólfur Ármannsson - 2 Lilja Rafney Magnúsdóttir - 23 Miðflokkurinn: Ingibjörg Davíðsdóttir - 4 Samfylkingin: Arna Lára Jónsdóttir - 11
Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira