Kane kominn í jólafrí? Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 17:45 Harry Kane heldur um lærið eftir að hafa meiðst á laugardaginn. Getty/Lars Baron Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári. Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira