Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 13:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir frækinn sigur á Þýskalandi á Laugardalsvelli í sumar, 3-0. vísir/anton Nú er ljóst hvernig íslenskir stuðningsmenn geta sér keypt miða á Evrópumót kvenna í fótbolta í Sviss á næsta ári. Miðasalan fyrir íslenska stuðningsmenn fer fram í þremur hlutum. Allir miðarnir sem eru seldir eru á sérstöku svæði sem er frátekið fyrir stuðningsmenn Íslands. Evrópumótið í Sviss fer fram 2.-27. júlí 2025. Dregið verður í riðla 16. desember og daginn eftir geta stuðningsmenn Íslands keypt sér miða á leikina. Sú miðasala stendur fram á aðfangadag. Í þessum fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum. Þeir sem ætla að kaupa sér miða þurfa að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á heimasíðu KSÍ. Opnað verður fyrir formið í dag og það verður opið fram til klukkan 12:00 á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember fá svo þeir sem hafa skráð sig kóða sem þeir geta notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Sú miðasala stendur fram á hádegi á aðfangadag, eða á meðan miðar endast. Hægt verður að kaupa allt að tíu miða á hvern leik Íslands í riðlakeppninni með hverjum kóða. Ísland er á leið á fimmta Evrópumótið í röð.vísir/anton Annar hluti miðasölunnar fer fram 27. desember til 8. janúar. Þar verða miðar seldir með fjölnota aðgangskóða og er þessi hluti aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (hér má gerast áskrifandi). Þann 27. desember verður kóðinn sendur út með fréttabréfi KSÍ og frá og með klukkan 12:00 getur fólk keypt sér miða á miðavef UEFA. Hægt verður að kaupa fjóra miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða endurtekur það kaupin með sama kóðanum. Þessi gluggi til að kaupa miða verður opinn til klukkan 12:00 8. desember, eða á meðan miðar endar. Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA svo opið öllum sem eru skráðir „Fan of Iceland“. Þriðji hlutinn verður opinn frá klukkan 12:00 9. janúar til klukkan 12:00 16. janúar, eða á miðan miðar endast. Nánari upplýsingar um miðasöluna á EM má nálgast á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér. EM 2025 í Sviss KSÍ Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Fleiri fréttir Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Sjá meira
Miðasalan fyrir íslenska stuðningsmenn fer fram í þremur hlutum. Allir miðarnir sem eru seldir eru á sérstöku svæði sem er frátekið fyrir stuðningsmenn Íslands. Evrópumótið í Sviss fer fram 2.-27. júlí 2025. Dregið verður í riðla 16. desember og daginn eftir geta stuðningsmenn Íslands keypt sér miða á leikina. Sú miðasala stendur fram á aðfangadag. Í þessum fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum. Þeir sem ætla að kaupa sér miða þurfa að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á heimasíðu KSÍ. Opnað verður fyrir formið í dag og það verður opið fram til klukkan 12:00 á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember fá svo þeir sem hafa skráð sig kóða sem þeir geta notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Sú miðasala stendur fram á hádegi á aðfangadag, eða á meðan miðar endast. Hægt verður að kaupa allt að tíu miða á hvern leik Íslands í riðlakeppninni með hverjum kóða. Ísland er á leið á fimmta Evrópumótið í röð.vísir/anton Annar hluti miðasölunnar fer fram 27. desember til 8. janúar. Þar verða miðar seldir með fjölnota aðgangskóða og er þessi hluti aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (hér má gerast áskrifandi). Þann 27. desember verður kóðinn sendur út með fréttabréfi KSÍ og frá og með klukkan 12:00 getur fólk keypt sér miða á miðavef UEFA. Hægt verður að kaupa fjóra miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða endurtekur það kaupin með sama kóðanum. Þessi gluggi til að kaupa miða verður opinn til klukkan 12:00 8. desember, eða á meðan miðar endar. Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA svo opið öllum sem eru skráðir „Fan of Iceland“. Þriðji hlutinn verður opinn frá klukkan 12:00 9. janúar til klukkan 12:00 16. janúar, eða á miðan miðar endast. Nánari upplýsingar um miðasöluna á EM má nálgast á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér.
EM 2025 í Sviss KSÍ Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Fleiri fréttir Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Sjá meira