Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2024 12:46 Selenskí virðist á síðustu vikum og mánuðum vera að gefa aðeins eftir hvað varðar ítrustu markmið Úkraínu í stríðinu við Rússa. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist hafa gefið nokkuð eftir í þeirri afstöðu sinni að Úkraínumenn muni taka allt landsvæði aftur af Rússum með valdi en hann viðurkenndi í viðtali á dögunum að það væri sennilega ómöglegt. „Her okkar skortir styrk til þess. Það er rétt,“ sagði Selenskí í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo News. „Við þurfum að finna diplómatíska lausn“. Selenskí sagði viðræður hins vegar eingöngu geta átt sér stað þegar Úkraína stæði það styrkum fótum að Rússar veigruðu sér við því að ráðast aftur gegn landinu. Yfirráð Rússa ná nú yfir Krímskaga, sem þeir hernumdu árið 2014, og stórra svæði í Donetsk, Kherson, Luhansk og Zaporizhzhia. Forsetinn hefur kallað eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti sannfæri aðra leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um að veita Úkraínu inngöngu en hugmyndir hafa verið uppi um að verndarsvæði Nató myndi aðeins ná yfir „frjáls svæði“ landsins og ekki þau sem Rússar hafa náð á sitt vald. Samið yrði um þau. Donald Trump, sem sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar, hefur sagt að hann muni leysa deiluna á fyrsta degi en John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gefur lítið fyrir það. „Hann segist ætla á ná Selenskí og Pútín saman í herbergi og að þeir muni leysa deiluna á 24 klukkustundum. Gangi honum vel með það,“ sagði Bolton í viðtali við Sky News. Þá sagði hann að menn ættu að taka hótanir Trump um að ganga úr Nató alvarlegar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
„Her okkar skortir styrk til þess. Það er rétt,“ sagði Selenskí í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo News. „Við þurfum að finna diplómatíska lausn“. Selenskí sagði viðræður hins vegar eingöngu geta átt sér stað þegar Úkraína stæði það styrkum fótum að Rússar veigruðu sér við því að ráðast aftur gegn landinu. Yfirráð Rússa ná nú yfir Krímskaga, sem þeir hernumdu árið 2014, og stórra svæði í Donetsk, Kherson, Luhansk og Zaporizhzhia. Forsetinn hefur kallað eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti sannfæri aðra leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um að veita Úkraínu inngöngu en hugmyndir hafa verið uppi um að verndarsvæði Nató myndi aðeins ná yfir „frjáls svæði“ landsins og ekki þau sem Rússar hafa náð á sitt vald. Samið yrði um þau. Donald Trump, sem sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar, hefur sagt að hann muni leysa deiluna á fyrsta degi en John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gefur lítið fyrir það. „Hann segist ætla á ná Selenskí og Pútín saman í herbergi og að þeir muni leysa deiluna á 24 klukkustundum. Gangi honum vel með það,“ sagði Bolton í viðtali við Sky News. Þá sagði hann að menn ættu að taka hótanir Trump um að ganga úr Nató alvarlegar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira