Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 11:10 Sigurður Ingi sagðist hvorki hafa áhyggjur af sér né Framsókn. „Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu. Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira