Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 02:39 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar ætlar að vaka lengur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. „Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Erlent Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Innlent Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
„Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Erlent Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Innlent Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Erlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira