Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2024 17:48 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Finnur Ingi Einarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað hann. Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels