Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 15:26 Eldgosið hófst fyrir viku síðan. Vísir/Vilhelm Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira