Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:31 Dagný Brynjarsdóttir með soninn sinn Brynjar eftir leik Íslands og Frakklands á EM 2022. Getty/ Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir er í nýju viðtali hjá The Athletic og ræðir þar endurkomu sína eftir barn númer tvö. Hún er sár út í afskiptaleysi íslenska landsliðsþjálfarans en er ánægð með stuðninginn frá West Ham. Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn