Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 06:31 Stuðningsmaður Racing Club kyssir hér höfuðkúpu afa síns en hana tekur hann með sér á alla leiki. Getty/Marcelo Endelli/ Stuðningsmaður fótboltafélags frá Argentínu er orðinn frægur á netinu eftir að upp komst um hvað hann gerði á úrslitaleiknum í Suðurameríkukeppni félagsliða. Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer) Argentína Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer)
Argentína Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira