„Við erum brothættir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 23:31 Skilur hvorki upp né niður. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig. „Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
„Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira