„Við erum brothættir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 23:31 Skilur hvorki upp né niður. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig. „Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Fleiri fréttir LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Atalanta á toppinn Hákon skoraði í sigri Lille Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Sjá meira
„Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Dagskráin í dag: Síðasti formúlukappaksturinn og þriðji þáttur Kanans Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Fleiri fréttir LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Staða Bayern á toppnum styrktist Skoraði mínútu eftir að hún kom inn á Diljá með þrennu í bikarsigri Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Amanda skoraði og Glódís fór á toppinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Í beinni: Real Betis - Barcelona | Barca ætlar ekki að gefa toppsætið eftir Jón Dagur tekinn af velli í hálfleik Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Atalanta á toppinn Hákon skoraði í sigri Lille Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Sjá meira