Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Jón Þór Stefánsson skrifar 26. nóvember 2024 15:18 Leikskólinn Laugasól. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. „Þegar byrjað var að grafa frá húsinu, sem byggt var árið 1965, kom í ljós að það stendur ekki á sökklum og jarðvegurinn er sendinn sem þýðir að hann er ekki hæfur til burðar miðað við þær endurbætur sem áætlaðar voru,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá Valborgu Hlín Guðlaugsdóttur. Þar segir að tvær verkfræðistofur hafi verið fengnar til sem álitsgjafar og þeirra álit verið að besti kosturinn í stöðunni væri að rífa húsið. Úrbætur við styrkingu hússins yrðu bæði dýrar og áhættusamar. Þá kom fram að staða húsnæðis skólans hefði verið kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs. Málið muni fara fyrir borgarráð í desember, en þar verði ákveðið hvaða leið verði farin. „Þau börn sem annars hefðu verið í húsinu eru í Safamýri í dag og verður nánar farið yfir framhaldið í samráði við stjórnendur leikskólans. Þegar ákvörðun borgarráðs liggur fyrir verður unnið áfram með áætlanir og stjórnendur áfram upplýstir um framgang mála,“ segir í póstinum. Þar segir einnig að skilningur sé fyrir hendi vegna þess að þetta geti valdið áhyggjum og óþægindum, en að borgin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna. „Því miður liggja ekki fyrir nánari upplýsingar sem stendur en okkur þótti mikilvægt að upplýsa ykkur um stöðuna eins og hún er á þessari stundu.“ Rúv hefur eftir Ámunda Brynjólfssyni, skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, að bráðabirgðahúsnæði skólans verði áfram í Safamýri. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Húsnæðismál Skóla- og menntamál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Þegar byrjað var að grafa frá húsinu, sem byggt var árið 1965, kom í ljós að það stendur ekki á sökklum og jarðvegurinn er sendinn sem þýðir að hann er ekki hæfur til burðar miðað við þær endurbætur sem áætlaðar voru,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá Valborgu Hlín Guðlaugsdóttur. Þar segir að tvær verkfræðistofur hafi verið fengnar til sem álitsgjafar og þeirra álit verið að besti kosturinn í stöðunni væri að rífa húsið. Úrbætur við styrkingu hússins yrðu bæði dýrar og áhættusamar. Þá kom fram að staða húsnæðis skólans hefði verið kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs. Málið muni fara fyrir borgarráð í desember, en þar verði ákveðið hvaða leið verði farin. „Þau börn sem annars hefðu verið í húsinu eru í Safamýri í dag og verður nánar farið yfir framhaldið í samráði við stjórnendur leikskólans. Þegar ákvörðun borgarráðs liggur fyrir verður unnið áfram með áætlanir og stjórnendur áfram upplýstir um framgang mála,“ segir í póstinum. Þar segir einnig að skilningur sé fyrir hendi vegna þess að þetta geti valdið áhyggjum og óþægindum, en að borgin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna. „Því miður liggja ekki fyrir nánari upplýsingar sem stendur en okkur þótti mikilvægt að upplýsa ykkur um stöðuna eins og hún er á þessari stundu.“ Rúv hefur eftir Ámunda Brynjólfssyni, skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, að bráðabirgðahúsnæði skólans verði áfram í Safamýri.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Húsnæðismál Skóla- og menntamál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira